Sjúkraþjálfun
Markmið sjúkraþjálfunar er að stuðla að því að líkaminn starfi á sem eðlilegastan hátt. Sjúkraþjálfarar veita skjólstæðingum sínum fræðslu um líkamsstöðu og vinnustellingar, þjálfunarmeðferð, mjúkvefja- og liðlosun ásamt nálastungum og rafmagnsmeðferð.
Ferli
- Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt tilvísun læknis, eins og kveðið er á um í lögum um sjúkraþjálfun.
- Þarfnist þú aðstoðar sjúkraþjálfara, þarftu því að fá tilvísun hjá lækni.
- Meðferðafjöldi og tíðni ræðst af árangri og byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings, ásamt þeim takmörkunum sem Sjúkratryggingar Íslands setja. Meðferð er hætt þegar fullnægjandi árangri hefur verið náð eða ljóst þykir að frekari árangur náist ekki.
- Að lokinni meðferð sendir sjúkraþjálfari tilvísandi lækni skýrslu þar sem greint er frá niðurstöðum skoðunar, hvaða meðferð var veitt, fjölda koma og hvernig gekk.
Fyrsti tíminn
- Komið er inn um aðalinngang sundlaugarinnar á Ásvöllum, gengið upp á aðra hæð (lyfta er í húsinu) og farið út á svalirnar fyrir ofan sundlaugina. Þar er inngangurinn í sjúkraþjálfunina.
- Gott er að vera í þægilegum, mjúkum fötum og hreinum íþróttaskóm.
- Í fyrsta tíma fer fram skoðun og mat.
- Vinsamlega gakktu vel um klefa og sali.
- Kvitta þarf og greiða fyrir hvern tíma í afgreiðslunni.
Kostnaður og greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands
- Kynnið ykkur greiðsluþátttöku SÍ á www.sjukra.is
- Greiða skal fyrir hvert skipti. Hafi ekki verið greitt fyrir meðferð 1 mánuði eftir að hún fór fram verður greiðsluhluti sjúklings sendur í innheimtu að viðbættum innheimtukostnaði.
- Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum.
- Eftir ákveðinn fjölda meðferða gefa Sjúkratryggingar Íslands afslátt. Leitaðu nánari upplýsinga hjá þínum sjúkraþjálfara.
- Sé um að ræða slys fer það eftir því hvernig það bar að höndum hvort Sjúkratryggingar Íslands eða tryggingafélög greiða meðferð fyrir sjúkling.
- Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við endurhæfingu félagsmanna sinna.
Afboðun
- Vinsamlegast kynnið ykkur afboðunar- og skrópgjöld. Ef afboðað er með sólarhrings fyrirvara er ekki greitt afboðunargjald.
- Mæti fólk illa áskilur sjúkraþjálfari sér rétt til að úthluta bókuðum tímum til annarra sjúklinga sem bíða meðferðar.
Með fyrirfram þökk fyrir góða samvinnu.
Ásmegin sjúkraþjálfun.