Einstaklingsmiðuð hópþjálfun í vatni undir leiðsögn sjúkraþjálfara, þar sem áhersla er lögð á hreyfistjórn, stöðugleikaþjálfun og jafnvægi.
Þjálfunin nýtist vel sem viðhaldsmeðferð í framhaldi af einstaklingsmeðferð hjá sjúkraþjálfara og er einnig góður valkostur til uppbyggingar fyrir fólk með stoðkerfiseinkenni sem langar að komast af stað í heilsurækt.
Kostir þjálfunar í vatni eru m.a. að með því að draga úr áhrifum þyngdaraflsins dregur úr verkjum og álagi á liðamót. Vatnið gefur einnig kost á einstaklingsmiðuðu álagi, þar sem ýmist má nota vatnið til stuðnings eða til að mynda mótstöðu gegn hreyfingum.
Tímarnir eru tvisvar sinnum í viku, í hádeginu á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:10 - 12:50. Þjálfun fer fram í djúpu lauginni. Notast er við kúta, kork og flotholt/núðlur eftir þörfum.
Þjálfunin byggir á hreyfistjórn, jafnvægis- og styrktaræfingum fyrir neðri og efri útlimi. Hlaupið er í vatninu með flot á ökklum (Æfingarlaugin er 2m djúp).
Þjálfari er Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari.
|
Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari |