Hópatímar í grunnu lauginni í Ásvallalaug. Markmið tímanna er að þjálfa þrek og styrk með fjölbreyttum æfingum í vatni.

Áhersla er lögð á að hreyfa vel alla liði, svo sem háls, herðar og axlir.  Jafnframt því eru gerðar styrkaræfingar fyrir fætur, þol- og jafnvægisþjálfun.

Þjálfarar eru Rakel Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfari, Elísabet Þ. Guðnadóttir, sjúkraþjálfari og Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari, allar hjá Ásmegin, sjúkraþjálfun. Tinna hefur áralanga reynslu af kennslu hópþjálfunar og hefur starfað sem sjúkraþjálfari frá árinu 2007.

Rakel Jóhannesdóttir
sjúkraþjálfari.
Til að sjá starfsferil
smellið hér...

Elísabet Þ. Guðnadóttir
sjúkraþjálfari
Til að sjá starfsferil
smellið hér...

Tinna Jökulsdóttir
sjúkraþjálfari
Til að sjá starfsferil
smellið hér...