Einstaklingsmiðaðir hópatímar í æfingasal. Markmið tímanna er að gera einstaklinga sjálfstæða í fjölbreyttum æfingum, kenna þeim að þekkja takmörk sín og læra að gera réttar æfingar hvort sem stoðkerfiseinkenni séu til staðar eða ekki.

Hentar mjög vel fyrir þá sem vilja koma sér af stað í hreyfingu en vantar leiðsögn í grunnæfingum.

Uppbygging tímanna er róleg upphitun þar sem farið er í gegnum æfingar fyrir allan líkamann, hreyfing og liðkun. Næst er stöðvaþjálfun, þar sem unnið er í ákveðinn tíma og góð pása á milli.

Þar er raðað saman fjölbreyttum æfingum með mismunandi áherslun á púls og styrk. Því næst taka við góðar teygjur og tímanum lýkur með léttri slökun.

Þjálfarar eru Rakel Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfari, Elísabet Þ. Guðnadóttir, sjúkraþjálfari og Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari, allar hjá Ásmegin, sjúkraþjálfun. Tinna hefur áralanga reynslu af kennslu hópþjálfunar og hefur starfað sem sjúkraþjálfari frá árinu 2007.

Rakel Jóhannesdóttir
sjúkraþjálfari.
Til að sjá starfsferil
smellið hér...

Elísabet Þ. Guðnadóttir
sjúkraþjálfari
Til að sjá starfsferil
smellið hér...

Tinna Jökulsdóttir
sjúkraþjálfari
Til að sjá starfsferil
smellið hér...