loading...

Gott að vita

Skjólstæðingar
Gjaldskrá
Endurgreiðsla
Skjólstæðingar sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfun
Markmið sjúkraþjálfunar er að stuðla að því að líkaminn starfi á sem eðlilegastan hátt. Sjúkraþjálfarar veita skjólstæðingum sínum fræðslu um líkamsstöðu og vinnustellingar, þjálfunarmeðferð, mjúkvefja- og liðlosun ásamt nálastungum og rafmagnsmeðferð.

Ferli

 • Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt tilvísun læknis, eins og kveðið er á um í lögum um sjúkraþjálfun.
 • Þarfnist þú aðstoðar sjúkraþjálfara, þarftu því að fá tilvísun hjá lækni.
 • Meðferðafjöldi og tíðni ræðst af árangri og byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings, ásamt þeim takmörkunum sem Sjúkratryggingar Íslands setja. Meðferð er hætt þegar fullnægjandi árangri hefur verið náð eða ljóst þykir að frekari árangur náist ekki.
 • Að lokinni meðferð sendir sjúkraþjálfari tilvísandi lækni skýrslu þar sem greint er frá niðurstöðum skoðunar, hvaða meðferð var veitt, fjölda koma og hvernig gekk.

Fyrsti tíminn

 • Viðskiptavinir Ásmegin þurfa í hverjum tíma að fá afhent segularmband í afgreiðslu Ásvallalaugar, sem gengur að læsingu á dyrum út á svalir á annarri hæð (sjá merkingar).
 • Í fyrsta tíma fer fram skoðun og mat.
 • Vinsamlega gakktu vel um klefa og sali.
 • Kvitta þarf og greiða fyrir hvern tíma í afgreiðslunni.

Kostnaður og greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands

 • Meðferð hjá sjúkraþjálfara kostar 6.036 krónur í hvert skipti.
 • Fyrir skoðunartíma (fyrsta tíma) greiðist tvöfalt gjald.
 • Sjúkratryggingar Íslands greiða 77% kostnaðar fyrir börn yngri en 18 ára, lífeyrisþega (elli- og örorku-) og unglinga með umönnunarmat. Meðferðin kostar 1.388 krónur í hvert skipti.
 • Fyrir aðra greiða Sjúkratryggingar Íslands 40% kostnaðar.
 • Meðferðin kostar 3.621 krónur fyrir þennan hóp í hvert skipti.
 • Greiða skal fyrir hvert skipti. Hafi ekki verið greitt fyrir meðferð 1 mánuði eftir að hún fór fram verður greiðsluhluti sjúklings sendur í innheimtu að viðbættum innheimtukostnaði.
 • Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum.
 • Eftir ákveðinn fjölda meðferða gefa Sjúkratryggingar Íslands afslátt. Leitaðu nánari upplýsinga hjá þínum sjúkraþjálfara.
 • Sé um að ræða slys fer það eftir því hvernig það bar að höndum hvort Sjúkratryggingar Íslands eða tryggingafélög greiða meðferð fyrir sjúkling.
 • Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við endurhæfingu félagsmanna sinna.

Afboðun

 • Geti fólk af einhverjum ástæðum ekki mætt í bókaðan tíma, þarf að afpanta hann í síðasta lagi daginn fyrir tímann eða fyrir kl 9:00 á mánudögum.
 • Berist afboðun seint eða alls ekki er innheimt forfallagjald 3.500 krónur.
 • Mæti fólk illa áskilur sjúkraþjálfari sér rétt til að úthluta bókuðum tímum til annarra sjúklinga sem bíða meðferðar.

Með fyrirfram þökk fyrir góða samvinnu.

Ásmegin sjúkraþjálfun.

Gjaldskrá

Greiðslur sjúkratryggðra fyrir sjúkraþjálfun frá 1. janúar 2017.

Gert er ráð fyrir að viðskiptavinir greiði fyrir þjónustu sjúkraþjálfara við hverja komu.

Einstaklingsmeðferð

 • Almennir sjúklingar fyrstu 5 skiptin: 6.036 kr.
 • Börn undir 18 ára og einstaklingar með ummönnunarkost: 1.388 kr.
 • Aldraðir og lífeyrisþegar með fulla tekjutryggingu: 1.509 kr.
 • Aldraðir og lífeyrisþegar með skerta tekjutryggingu: 1.509 kr.
 • Aldraðir og lífeyrisþegar án tekjutryggingar: 2.113 kr.


Skoðunargjald

 • Við upphafsskoðun greiða sjúklingar skoðunargjald.

Nánari upplýsingar um gjaldskrá, samkvæmt samningi sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ):

Til að sjá gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun smellið hér....

Vinnureglur vegna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í sjúkraþjálfun:

Til að hala niður vinnureglurnar smellið hér...

 

Endurgreiðsla kostnaðar

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi.

Einstaklingur sem þarf á sjúkraþjálfun að halda ber hluta af kostnaði sjálfur. Eftir atvikum er hægt að fá hluta þess kostnaðar sem fellur á einstaklinginn endurgreiddan hjá stéttarfélögum, tryggingafélögum eða öðrum aðilum.
Ásmegin sjúkraþjálfun ehf annast innheimtu á hlut Sjúkratrygginga Íslands.

 

Stéttarfélög

Öll helstu stéttarfélög taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun. Einstaklingur þarf að greiða fyrir sjúkraþjálfunina en getur síðan farið með reikninginn til stéttarfélagsins og fengið hluta hans endurgreiddan. Sum stéttarfélög vilja fá afrit af læknabeiðninni með reikningum.
Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi!

 

Tryggingafélög

Ef fólk verður fyrir slysi ber tryggingafélögum eftir atvikum að greiða allan útlagðan kostnað einstaklingsins vegna sjúkraþjálfunar. Bílslys eru að fullu bætt og mörg frístundaslys ef fólk er með heimilistryggingu.
Kannaðu málið hjá þínu tryggingafélagi!

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)

Þeir sem verða fyrir íþróttaslysum hjá íþróttafélagi sem heyrir undir ÍSÍ og eru undir leiðsögn þjálfara eiga rétt á 40% endurgreiðslu kostnaðar við sjúkraþjálfun. Fylla þarf út tilkynningu, fá afrit af læknabeiðni og fara með reikninginn til ÍSÍ. Smellið hér...

 

Sjúkratryggingar Íslands

Vinnuslys eru greidd að fullu af Sjúkratryggingum Íslands ef þau hafa verið tilkynnt af atvinnurekanda til Vinnueftirlits ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands. Smellið hér...

 

Eyðublöð Sjúkratrygginga Íslands. Smellið hér...

 

Sjúklingar sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Smellið hér...